22.08.1919
Efri deild: 37. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1753 í B-deild Alþingistíðinda. (1571)

113. mál, brúargerðir

Fjármálaráðherra (S. E.):

Jeg stend ekki upp til að mótmæla frv. Jeg vil að eins vekja athygli á því, að um leið og frv. er afgreitt munu fjárveitingar til brúa verða teknar burt af fjárlögunum Þetta virðist eiga að verða örlög fleiri útgjaldaliða í fjárlögunum; t. d. er nú verið að semja frv. um opinberar byggingar, samstætt brúarfrv., sem hjer liggur fyrir. En til þess að þetta geti farið vel þarf næsta stjórn, hver sem hún verður, að fara mjög varlega í sakirnar. Ef ekki verður viðhöfð öll aðgætni. gæti landssjóður beðið stórhalla af þessari nýbreytni.