22.09.1919
Efri deild: 62. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 516 í B-deild Alþingistíðinda. (175)

1. mál, fjárlög 1920 og 1921

Magnús Kristjánsson:

Jeg ætla að eins að leiðrjetta það, sem nokkrir hv. þm. hafa borið mjer á brýn, því þeir hafa haft eftir mjer orð, sem jeg hefi aldrei talað. Jeg neita því, að jeg hafi á nokkurn hátt farið óvirðulegum orðum í garð sveitabænda. Tilefnið til, að jeg mintist á þetta, voru ummæli hv. 1. þm. Rang. (E. P.). Það, sem jeg sagði, var, að jeg teldi vafasamt, hversu heppilegt það væri, að fjöldi Reykvíkinga neyddist til að flytja út í sveit og selja stórbændum sjálfdæmi um vinnu sína og kaup. Jeg mótmæli því fastlega orðum þeim, sem hv. 2. þm. Húnv. (G. Ó.), hv. 4. landsk. þm. (G. G. og hv. 1. þm. Rang. (E. P.) hafa haft eftir mjer, því þau hefi jeg aldrei talað.