27.02.1920
Neðri deild: 16. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 386 í B-deild Alþingistíðinda. (698)

49. mál, dýrtíðaruppbót og fleira

Sigurður Stefánsson:

Jeg tók það fram við fyrri umr. þessa máls, að viðaukatill. okkar, mín og hv. þm. Ísaf. (J. A. J.), um 11 þús. kr. til bátaferða um Ísafjarðardjúp, ætti við hvort árið um sig. Þetta er ef til vill ekki skýrt tekið fram í till., en jeg vona, að hæstv. stjórn taki þessa skýringu til greina. Jeg ætla ekkert að ræða um till. sjálfa, að eins geta þess, að það var misskilningur sumra hv. þm„ að fleiri bátar en þessi ættu að gæta póstferða. Jeg hefi athugað það mál og komist að því, að þetta er eini báturinn, sem fer ferðir sínar í beinu sambandi við póstáætlanir, og er því styrkur til hans ekki sambærilegur við hinar styrkbeiðnirnar, sem fram eru komnar.