28.02.1920
Efri deild: 17. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 414 í B-deild Alþingistíðinda. (721)

49. mál, dýrtíðaruppbót og fleira

Forsætisráðherra (J. M.):

Að eins stutt athugasemd. Jeg þarf að vera í báðum deildum í einu og get því ekki fyllilega fylgst með í málunum. Ekki heyrði jeg, hvað hv. þm. Snæf. (H. St.) sagði um sendiherrann, en jeg býst við, að hann hafi lagt kapp á að sporna við, að þessi liður yrði samþyktur. Eins og jeg hefi áður tekið fram, er viðbótin of lítil. Jeg hefi búist við, að það þyrfti talsvert meira fje. Og hvernig sem færi með þessa fjárveitingu, held jeg mig hafa heimild til að senda sendiherra, ef ráðuneytinu þætti við þurfa.