03.03.1921
Neðri deild: 13. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 416 í B-deild Alþingistíðinda. (617)

47. mál, tollalög

Fjármálaráðherra (M. G.):

Að eins örstutt athugasemd, út af ræðu háttv. 2. þm. Reykv. (J. B.). Hann benti á þá leið, að hækka tekjuskattinn á háum tekjum. En ef engar háar tekjur verða? Hvað þá? Það er ekki útlit til þess, að mikið verði um háar tekjur, og hækkunin yrði þess vegna að eins á pappírnum, ríkissjóður nyti þar einskis góðs af.

Annars held jeg, að háttv. þm. (J. B.) talaði öðruvísi og bæri fram aðrar till., ef hann ætti að bera ábyrgð á fjárhag ríkisins, og segi jeg það honum til lofs en ekki lasts.