04.04.1922
Neðri deild: 40. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 479 í C-deild Alþingistíðinda. (1487)

29. mál, sameining Dalasýslu og Strandasýslu

Frsm. (Jón Þorláksson):

Jeg sagði ekkert um það, í sambandi við þetta, hvort jeg teldi sameiningu Árnes- og Rangárvallasýslu ósanngjarna, heldur að hún hefði breytingu á kerfi lögsagnarumdæmanna í för með sjer, og myndi það valda örðugleikum. Hjer er því ekki til að dreifa, því með þessu væri sýslum þessum bara komið í sama horf og öðrum.

Annars hefði háttv. 1. þm. Rang. (Gunn. S.) átt að geta veitt því eftirtekt, að jeg greiddi atkv. á móti frv. um sameiningu Árnes- og Rangárvallasýslu.

Sje jeg svo ekki ástæðu til að segja meira í þessu máli.