09.05.1923
Efri deild: 58. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 339 í B-deild Alþingistíðinda. (385)

92. mál, hlunnindi

Guðmundur Ólafsson:

Mjer kom það kynlega fyrir, er jeg sá, að þetta mál var komið á dagskrá nú, eftir að það hefir verið hjá fjhn. í tvo daga. Eins og sjá má á þskj. 574 hefir nefndin klofnað og meiri hl. nefndarinnar samið nál., sem er hálf þriðja lína. En minni hlutanum hefir ekki unnist tími til þess að koma með nál., og býst jeg því við, að engin fyrirstaða verði á því að fá málið tekið af dagskrá uns hann hefir fengið færi á að segja álit sitt. Þetta er ekkert smámál, og því hefir því verið vísað til nefndar, að hún athugaði það, og er það reyndar ógert enn þá.