26.03.1924
Neðri deild: 33. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1606 í B-deild Alþingistíðinda. (896)

97. mál, landhelgissektir í gullkrónum

Jón Kjartansson:

Jeg tók ekki eftir því, hvað þessi lagabreyting ræðir um. (TrÞ: Um selaskot þar, sem látur eða lagnir eru). Jeg man ekki betur en að til sjeu nýrri lög um þetta. Jeg skal reyndar ekki fullyrða það, en mig minnir, að lög um friðun á sel sjeu til frá 1913, og að þau lög gefi sýslunefndum allmikið vald í þessu efni.