25.04.1925
Neðri deild: 64. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1901 í B-deild Alþingistíðinda. (1027)

27. mál, Ræktunarsjóður Íslands

Tryggvi Þórhallsson:

Það eru aðeins örfá orð út af ræðu hv. frsm. (ÁJ). Hann vildi gefa í skyn, að jeg hefði orðið að grípa til óráðvandra meðala til þess að rjettlæta mína stefnu.

Jeg hefi gert ljósa grein fyrir, að samkomulag það, sem náðst hefir við stjórn Landsbankans annarsvegar, og andstaða landsstjórnarinnar nú gegn því, að búnaðarþing fái að skipa gæslustjóra ræktunarsjóðs o. fl., veldur því, að jeg get sætt mig við það í bili, sem hv. 1. þm. S.-M. (SvÓ) leggur til. Væri betur, að hv. 2. þm. N.-M. (ÁJ) gæti gert jafnljósa grein fyrir framkomu sinni á þingi yfirleitt.

Jeg skal svo ekki lengja umr. meira.