11.05.1925
Neðri deild: 77. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1113 í B-deild Alþingistíðinda. (275)

1. mál, fjárlög 1926

Frsm. síðari kafla (Tryggvi Þórhallsson):

Út af því, sem hæstv. fjrh. (JÞ) sagði, vil jeg taka það fram, að jeg minnist þess ekki, og jeg fullyrði, að alls ekki kom til orða á búnaðarþinginu, að Búnaðarfjelagið ljeti sjer nægja 175 þús. kr. styrk. Af því, sem jeg hefi lesið upp úr gerðabók búnaðarþingsins, er það ljóst, að það stóð einróma að þeirri kröfu um 220 þús. kr. úr ríkissjóði.

Hv. 2. þm. Reykv. (JBald) hefir misskilið það, að jeg talaði fátt um till. hans; þær eru afturgöngur og fjvn. hefir áður talað um þær, en hitt mun vera, að nokkur hluti nefndarinnar hefir óbundnar hendur um atkvgr. um þær.

Út af brtt. á þskj. 527 vil jeg geta þess, að jeg tel mjög óviðkunnanlegt að kasta inn svona stórum till. rjett áður en á að greiða atkvæði, hækkun um 30 þús. kr., sem þar að auki er áætlunarupphæð. Við höfum náð að tala saman 5 úr fjvn. um þetta, og okkur kom öllum saman um að leggja eindregið móti því, að þessi tillaga verði samþykt.