26.03.1927
Neðri deild: 39. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 2652 í B-deild Alþingistíðinda. (1904)

23. mál, járnbrautarlagning og virkjun Urriðafoss

Tryggvi Þórhallsson:

Jeg hefi ekki tekið þátt í umr. um þetta mál til þessa, og geri heldur ekki ráð fyrir, að jeg lengi þær til muna. Jeg sá heldur ekki ástæðu að taka til máls fyr en nú, því að á síðasta þingi lýsti jeg yfirleitt afstöðu minni til slíkrar málaleitunar, þó að það væri þá í sambandi við smærra mál en nú er um að ræða. Þessum mínum málstað hefir líka verið haldið fram mjög röggsamlega af hv. 1. þm. Reykv. (JakM), og því ástæðulaust að bæta þar neinu við.

Annars vildi jeg víkja lítilsháttar að brtt. minni á þskj. 222, en um hana stendur dálítið öðruvísi á en um aðrar brtt., sem hjer eru fram komnar. Mjer skildist, að hæstv. atvrh. væri að lýsa því yfir fyrir hönd hv. 4. þm. Reykv., að hann myndi verða með frv., ef hans brtt. yrðu samþ., og sama vildi hæstv. ráðh. draga út úr orðum hv. því að vitanlegt er, að tilgangur þeirra með slíkri stóriðju, sem hjer er um að læða, er enginn annar en sá, að græða á viðskiftunum við okkur, en ekki hitt, að þeir ætli okkur að græða á sjer.

Um þetta vil jeg taka mjer í munn orð hins spaka manns Magnúsar Stephensens landshöfðingja, þau er hann mælti hjer á þingi, er við lá, að Landsbankinn yrði lagður niður til þess að greiða götu dönskum fjármálamönnum, er hjer voru að reyna að koma á stofn nýjum banka. Þá stóð landshöfðinginn upp og mælti þessi eftirminnilegu orð: „Quicquid id est, timeo Danaos et dona ferentes“. — Hann sá, hver hætta var á ferðum, og hann skorti hvorki einurð nje rjettdæmi til þess að halda fram rjetti landsins.

Við vitum ekki, hver hætta stafar af því að veita þessu gullflóði inn í landið. En hitt vitum við af dæmum annara þjóða, sem þetta hafa gert, að varlega skyldu menn fara í því að hleypa erlendum „kapitalistum“ inn í landið. Reynsla annara þjóða hefir sýnt það, að þegar slíkir menn hafa hreiðrað um sig, hætta þeir að hlýða lögum landsins og skjóta þá málum sínum til þess ríkis, sem þeir eru komnir frá. Og þegar svo er komið, vitum við, hvernig stærri ríkin fara með þau smærri, að þá verður lítið ú verndinni, sem bygt var á.

Í þessu sambandi mætti vel minna á, að það er hægra að leiða asnann inn í herbúðirnar en að reka hann út aftur. Þess vegna vil jeg ekki vera með að stíga slíkt spor, sem búast má við, að verði landi og lýð til óheilla.

Með þessu er þó ekki sagt, að jeg sje á móti allri fossavirkjun. Síður en svo. Jeg mundi fylgja því, að virkjun kæmist á, þegar svo væri um hnútana búið, að landi og þjóð stafaði engin hætta af.

Það var t. d. í ráði fyrir fáum árum, að íslenskir og danskir samvinnumenn og bændur stofnuðu til stórvirkjunar á Lagarfossi til áburðarvinslu. Þá leið hefði jeg talið heppilega, og sú leið getur verið farin enn.

Sje jeg svo ekki ástæðu til að orðlengja frekar um þetta. Jeg hefi svo oft látið í ljós skoðun mína á þessu máli, að óþarft er að bæta fleiru við.