08.03.1928
Neðri deild: 42. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 468 í C-deild Alþingistíðinda. (1781)

135. mál, skemmtanaskattur og þjóðleikhús

Gunnar Sigurðsson:

Jeg vil einungis vísa þeim ummælum hv. þm. Dala á bug, að það sje af kulda til þjóðleikhússins, að þetta frv. er borið fram. Því fer fjarri. En útvarpið hefir þó enn meiri áhrif, nær til miklu fleiri manna en leikhúsið. Hann talaði um, hvað okkur væri nauðsynlegt að eignast háðskáld. En þá vil jeg benda á, hvað miklu meiri fjölda manna það næði til, með því að láta lesa rit sitt upp í útvarp, heldur en leika það á leiksviði. Þjóðverjar eyða árlega um 9 milj. marka til upplesturs í útvarp, á öllum sviðum bókmentanna; sýnir það, hversu notkun útvarps er tröllaukin þar, sem það er komið í tískuhorf.