11.04.1928
Sameinað þing: 7. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 97 í D-deild Alþingistíðinda. (2110)

98. mál, ríkisforlag

Flm. (Ásgeir Ásgeirsson):

Jeg þarf litlu að svara, öðru en því, að það er misskilningur, að hjer sje um einokun á bókaútgáfu að ræða. Það er engin einokun, heldur till. um að rannsaka möguleika á því að gefa út sígildar bækur, útlendar og innlendar. Nýjar bækur inn- lendar verða eftir sem áður í höndum bókaútgefenda, að minni hyggju. Það þýðir ekkert að reyna að þrýsta einokunarstimpli á þetta mál. Hjer er um að ræða rannsókn á því, hve víðtæk ríkisútgáfa eigi að vera, og margvísleg afskifti af útgáfu bóka hefir ríkið þegar haft. Þar er ekki um algert nýmæli að ræða. Hv. þm. (MJ) lýsti því yfir, að það væri ekki hægt að vera á móti slíkri rannsókn. Jeg vona, að Alþingi hlýði því ráði hans og leyfi, að sú rannsókn fari fram.