03.03.1928
Efri deild: 38. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 2523 í B-deild Alþingistíðinda. (2410)

17. mál, gin- og klaufaveiki

Frsm. minni hl. (Jónas Kristjánsson):

Jeg vil aðeins beina þeirri fyrirspurn til hæstv. atvmrh., hvort stj. telji sig ekki hafa næga stoð í núgildandi lögum til að banna allan þann innflutning, sem hætta getur stafað af. — Tilgangur minn með dagskrártill. er aðeins sá, að skerpa ábyrgðartilfinningu stj. í þessu máli, og þar með draga úr hættu á, að gin- og klaufaveiki berist til landsins.