13.04.1928
Neðri deild: 70. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1320 í B-deild Alþingistíðinda. (317)

1. mál, fjárlög 1929

Pjetur Ottesen:

Jeg þarf ekki að víkja að ræðu hæstv. fjmrh., enda fann jeg hvergi innihaldið. En út af því, að hann sagði, að skopmyndir væru venjulega af merkum mönnum, þá get jeg frætt hæstv. ráðh. á því, að jeg varð fyrir þeim heiðri 2–3 árum á undan honum að vera myndaður á þennan hátt. Hefir því liðið nokkuð langur tími uns uppgötvað var, að hæstv. fjmrh. væri svo merkilegur maður, að hægt væri að nota hann í þessu augnamiði.