03.04.1929
Efri deild: 35. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2590 í B-deild Alþingistíðinda. (1321)

27. mál, bæjarstjórn í Hafnarfirði

Jón Baldvinsson:

Jeg hefi þegar bent á, að Nd. er búin að taka afstöðu til þessa máls, þar sem hún hefir samþ., að forseti bæjarstjórna skuli kosinn af bæjarfulltrúum. Hinsvegar hefir Ed. ekki enn tekið neina afstöðu í málinu, en með því að bera nú fram brtt. verður komið í veg fyrir, að frv. þurfi að fara á milli deilda.

Jeg fór ekkert inn á þá hlið málsins, hvort heppilegra væri, að forseti væri sjálfkjörinn eða kosinn af bæjarstj. En mjer finst augljóst, að það er óþægilegt fyrir bæjarstjórann að vera fundarstjóri um leið. Hann þarf oft að taka til máls, enda er það svo, t. d. hjer í Reykjavík, að borgarstjórinn er ekki forseti á fundum.

Jeg vil leggja það á vald hæstv. forseta, hvort hann vill taka málið út af dagskrá, svo að brtt. komist að, eða hvort bera á fram skriflega brtt. nú þegar.