04.02.1930
Neðri deild: 14. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 637 í C-deild Alþingistíðinda. (1179)

51. mál, kosning þingmanns fyrir Siglufjarðarkaupstað

Magnús Jónsson:

* Ég skal ekki leggja mikið umr., en ef á að fara að fjölga þingmönnum, þá er svo sem auðvitað, hvar á að byrja á breyt. Það á vitaskuld hvergi annarsstaðar að byrja en í kjördæmi tveggja hv. flm. þessa frv. — Það er náttúrlega mikið misræði víða um kosningar til Alþingis og allmisjafn réttur kjósenda, en það er auðvitað, að ef nokkursstaðar á að breyta um, á að fjölga þm. fyrir Reykjavík. Ég ætla ekki að fara að boða nýtt frv. um þetta sjálfur, en vildi aðeins benda á það, að ekki væri nema eðlilegt, að það kæmi fram frv. um að fjölga þm. fyrir Reykjavík, ef þingið á annað borð ætlar að fjölga þingmönnum.