26.03.1930
Efri deild: 61. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2233 í B-deild Alþingistíðinda. (2949)

91. mál, gagnfræðaskóli

Dómsmrh. (Jónas Jónsson):

Ég ætlaði aðeins að beina nokkrum orðum til hv. 3. landsk. Þetta mál er nú að vísu að mestu útrætt milli okkar, en ég vildi skjóta því að honum, að ef nú væri eldhúsdagur í þessari hv. deild, þá gætum við talað um Menntaskólann og ástand hans frekara en við gerum nú, en hitt álít ég ósæmandi, að bera fram slíkar dylgjur um þá stofnun eins og hv. 3. landsk. gerði nú. Hann má líka vara sig á því, því að eins getur farið fyrir honum og þremur ritstjórum Morgunblaðsins, sem höfðu borið út róg og lygi um skólann, en urðu svo að éta allt ofan í sig aftur.