27.02.1930
Neðri deild: 38. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 290 í D-deild Alþingistíðinda. (3622)

156. mál, fullnaðarskil við Pál J. Torfason

Pétur Ottesen:

Hv. 1. þm. N.-M. þótti ég snúa út úr fyrir sér. Ég held ég hafi ekki gert það. Hv. þm. sagði, að samkv. eðli málsins ætti það betur heima í fjvn. en í fjhn. Nú hefir hæstv. forseti þessarar deildar lýst því yfir, að þetta mál muni ekki vinnast á vettvangi laga, heldur eingöngu á sanngirni og réttlæti. Ég get því ekki séð, að það sé neinn útúrsnúningur á orðum hv. 1. þm. N.-M., þó ályktað sé af þeim orðum hans, að málið eigi betur heima í fjvn. en fjhn., þá líti hann svo á, að meiri sanngirni og réttlæti ríki í fjvn. en fjhn.