14.03.1931
Neðri deild: 24. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 25 í C-deild Alþingistíðinda. (262)

111. mál, opinber vinna

Sigurður Eggerz:

Ég vildi aðeins gera stutta aths., sem ekki snertir frv. beinlínis, heldur stórpólitíska „situation“. Ég vildi aðeins geta þess, að ef einhver flokkur einhversstaðar annarsstaðar í heiminum gæfi þá yfirlýsingu, að ástæður fyrir hlutleysi gagnvart stjórninni væru ekki lengur fyrir hendi, gæti það ekki þýtt annað en að þessi flokkur væri kominn í ákveðna andstöðu við stjórnina. Ef það þýðir eitthvað annað, þá er það ekkert annað en skrípaleikur. En allir vita, að þessa yfirlýsingu er ekkert að marka, því að allir þekkja ástina með jafnaðarmönnum og framsóknarmönnum. Þetta er það, sem Englendingar mundu kalla „bluff“. ég sá þá ganga saman, hæstv. dómsmrh. og form. Alþýðuflokksins, rétt eftir að yfirlýsingin var gefin. mér sýndist allt vera óbreytt á milli þeirra og hlýjan aldrei meiri en þá. Yfirlýsingin var gefin í því skyni að láta líta svo út, að framsóknarmenn væru í andstöðu við jafnaðarmenn, svo að bændur yfirgæfu þá ekki, og til þess að jafnaðarmenn heldu fylgi verkalýðsins hér í bænum. þetta skilja allir. Þessi framkoma er lítt sæmileg og hvorugum flokknum til heiðurs.