14.03.1931
Neðri deild: 24. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 26 í C-deild Alþingistíðinda. (267)

111. mál, opinber vinna

Sigurður Eggerz:

ég verð að byrja á því að taka fram, að ég tek mjög óstinnt upp fyrir forseta, að hann áminnir mig einan fyrir að tala um efni, sem allir bæði á undan mér og eftir hafa mátt tala um. Ég álít ekki hægt að komast hjá því að tala um stórpólitík og tek því ekki á móti þessum ákúrum frá forseta. Ég sé ekki sérstaka ástæðu til að svara fyrirspurn sessunautar míns (HV). Ég lít svo á, að við sjálfstæðismenn mættum óska, að kosningar færu fram sem fyrst, því að svo framarlega, sem þjóðin hefir ekki augun lokuð, þá hljóta þær að færa sjálfstæðismönnum heim stórfelldan sigur.