15.07.1931
Sameinað þing: 1. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 10 í B-deild Alþingistíðinda. (2512)

Rannsókn kjörbréfa

Bergur Jónsson:

Hv. 2. þm. Skagf. sagði, að till. hv. kjördeildar byggðist á því, að menn vildu veita mér kost á að gefa upplýsingar um þetta mál. Mér finnst deildin hefði getað gefið mér kost á því strax. Annars eru kæruatriðin svo smávægileg, þegar miðað er við atkvæðamuninn, að það er greinilegt, að þau eru fram komin aðeins út af gremju hlutaðeigandi manns vegna kosningarinnar.