20.08.1931
Efri deild: 34. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 628 í B-deild Alþingistíðinda. (345)

2. mál, fjáraukalög 1929

Frsm. meiri hl. (Ingvar Pálmason):

Hv. minni hl. hefir nú gert grein fyrir brtt. sínum, og þykir mér því rétt að gera grein fyrir afstöðu meiri hl. með örfáum orðum.

Um fyrstu brtt. er það að segja, að ég sé ekki, að aths. endurskoðenda gefi beint tilefni til hennar. Að vísu telja endurskoðendur þessa greiðslu athugaverða og að hún sé til viðvörunar framvegis.

Um aðra brtt. er það að segja, að vitanlegt er, að endurskoðendur hafa enga aths. gert við þann lið, sem brtt. fjallar um, og þar sem einn endurskoðandinn á sæti í fjhn. Nd. og skrifar undir nál. án fyrirvara, þá álít ég, að hann hafi talið, að við svo búið mætti standa. (JBald: Hann sá að sér síðar). Það getur verið, en ég ætlaði, að fara mætti eftir skjallegum heimildum.

Að því er síðustu brtt. snertir, þá hafa endurskoðendur gert ákveðna aths. við þann lið, sem hún fjallar um, en ég lít svo á, að ekkert sé dregið úr krafti þeirrar aths., þó að frv. verði samþ. óbreytt.

Ég sé svo enga ástæðu til þess að fara frekar út í þetta mál. Ég tel, að það sé Alþingi, sem á að skera úr um þessi mál, og get látið hjá líða að deila um þessa liði, sem ég skal játa, að ég hefi ekki getað kynnt mér nægilega. Ég held mér við till. meiri hl. og vona, að frv. verði samþ. eins og það liggur fyrir.