06.12.1933
Efri deild: 27. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 136 í D-deild Alþingistíðinda. (1320)

91. mál, fóðurskortur í illu árferði

Flm. (Eiríkur Einarsson):

Ég vona, að mér takist að gera hv. 3. þm. Reykv. grein fyrir málinu eins og það liggur fyrir, og vil ég þá, með leyfi hæstv. forseta, lesa upp 5. gr. 1. frá 1929 um rekstur verksmiðju til bræðslu síldar:

„Síldarhræðslunni skal skylt að selja við kostnaðarverði samvinnufélögum, bæjarfélögum, hreppsfélögum og búnaðarfélögum það af síldarmjöli, sem slík félög hafa pantað hjá síldarbræðslunni fyrir 1. ágúst ár hvert og síldarbræðslan getur látið af höndum. Skulu félögin skyld að hafa leyst út pantanir sínar í síðasta lagi 15, okt. það ár, sem þær eru gerðar. Félögin mega aðeins láta síldarmjölið af hendi til notkunar innanlands. Brot á þessu varða sektum, frá 500–5000 kr.“

Hér er skylda lögð á verksmiðjur að selja síldarmjöl við kostnaðarverði til notkunar innanlands, ef með þarf. Með þetta ákvæði fyrir augum samdi ég till. mína. Þessi 1. eru enn í gildi. — Í trausti þess, að hv. 3. þm. Reykv. taki þetta til greina og sjái sanngirni og réttmæti till., þykir mér ekki þörf frekari greinargerðar og læt máli mínu lokið.