17.12.1934
Neðri deild: 62. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2335 í B-deild Alþingistíðinda. (3347)

49. mál, ritsíma- og talsímakerfi

Frsm. (Gísli Sveinsson) [óyfirl.]:

Það hafa orðið nokkrar breyt. á þessu máli frá því síðast. Liggja þær aðallega í því, að brtt. eru nú fram komnar, flestar eldri, aðeins fáar nýjar. Flestar eru þær samansafnaðar á þskj. 814. En um leið og þessa skal getið og hins, að á dagskránni er tilgreint þingskjal 831 með brtt., þá skal það tekið fram, að brtt. á 4 þskj., sem þó eru eldri, þær eru ekki fram komnar. Liggur þetta í því, að skrifstofan hefir gengið út frá því, eins og gert var ráð fyrir síðast, að allar þær brtt., sem teknar voru aftur við 2. umr., yrðu prentaðar upp að nýju. Það hefir ekki orðið, og er ekki um það að sakast. Ég býst við, að hæstv. forseti sjái sér fært að taka allar brtt., þegar til atkv. kemur, eftir þeim gögnum, sem ná verða rakin.

Þessar brtt., sem ekki eru á dagskrá, eru þær og í þeirri röð, sem ég nú nefni:

Brtt. 511, frá Sigurði Kristjánssyni.

Brtt. 635, frá Gísla Guðmundssyni.

Brtt. 693, frá Sigurði Kristjánssyni, og loks, er brtt. á þskj. 699 frá Jóni Sigurðssyni.

Þessar brtt. koma væntanlega allar til atkv. ásamt þeim, sem áður voru nefndar.

Nú er það um þessar brtt. að segja, að enn að nýju hefir verið farið til landssímastjóra og leitað hans umsagnar, en hans umsögn er eins og vænta mátti í aðalatriðunum sú sama og verið hefir um þær brtt., sem komnar voru fram. Má þó nánar tiltaka bæði að því er snertir hans umsögn og eins álit n., að þar komu til greina meðmæli hennar á þá leið, sem ég nú tel.

Ég skal þá halda mér við röðina og byrja á 1. lið á þskj. 814. Er hún frá hv. þm. A.-Sk. og er á þá leið, að koma skuli ný lína frá Svínhólum í Lóni í Austur-Skaftafellssýslu um Vík að Hvalsnesi. Þessi brtt. var tekin aftur til 3. umr.

Hún var ekki tekin til greina af landssímastjóra, og n. hefir ekki séð sér fært að verða við að taka hana upp á sína arma. Hv. þm. A.-Sk. má vel við una. Hann hefir nú fengið miklu framgengt fyrir sig á þessu þingi, og má hann þakka sinni flokkslegu afstöðu þar fyrir, en þrátt fyrir það mun ég þó af sérstökum ástæðum styðja hans mál. Landssímastjóri og n. tók upp meiri hl. af hans till. Má hann því vel við una, þó að þessi brtt. hans bíði, þó að hún hafi sína þýðingu. Það hefir ekki enn verið ráðið, hvort leggja skuli einkasíma um þetta hérað, sem er Lónið. N. hefir því ekki tekið þessa till. upp, en lætur hana að öðru leyti afskiptalausa.

Þá er 2. liður, og er hann frá hv. þm. Árn. Það er till. um að taka upp tvo nýja smáliði, í fyrsta lagi frá Minni-Borg í Grímsnesi að Sólheimum, og í öðru lagi frá Minni-Borg að Búrfelli. Meiri hl. n. hefir gengið inn á að mæla með þeirri línunni, sem fyrr var nefnd. Liggja þau rök þar til, að á þessum stað, Sólheimum, er nú fávitahæli, og er rík nauðsyn að koma á sambandi þaðan til annar, byggða, svo að hægt sé að síma þaðan, hvort sem um læknishjálp eða annað er að ræða. Ég skal síðar greina frá því, að n. hefir, þrátt fyrir það, þótt ekki væri fullkomið samþykki landssímastjóra fyrir hendi, tekið að sér að lyfta brtt. frá hv. 6. þm. Reykv. um línu að Reykjanesskóla í Reykjarfjarðarhreppi. Þessi stofnun er að því leyti sambærileg, að það er mesta nauðsyn að fá símasamband við þær, en ekkert útlit eins og nú er, að þar verði lögð einkalína. B-lið brtt. frá hv. þm. Árn. vill n. ekki fallast á að mæla með, því að það mundi þá verða til þess, að bæði þessir hv. þm. og margir fleiri mundu koma á hverju þingi með nýjar og nýjar línur, allar sem þeir gætu upp hugsað út um allt sitt kjördæmi.

Þá koma 3 liðir, og er þar við ramman reip að draga, þar sem hv. þm. Borgf, er þar flm. andinn er samt ekki betri þar en fyrr, að n. hefir ekki treyst sér til að mæla með þeim, og vitnar þar sem áður í umsögn landssímastjóra. Þá er þess að geta, sem minnzt var á við 2. umr., að þá var tekin upp frá þessum hv. þm. ein lína talsvert dýr, og er nú komin inn í frv. Við viljum því beina því til hv. þm., að hann skuli nú vera rólegur og taka þessu með þögn og þolinmæði og þakka fyrir, að eitthvað var þó gert fyrir hann, og má vera, að síðar skiptist veður í lofti með þessar till. hans.

Þá er 4. brtt., um línu frá Breiðabólstað út í Brokey. Þar er upp tekin brtt., sem samgmn. var áður búin að taka afstöðu til. Landssímastjóri hefir fallizt á, að sambandi væri komið þarna á með öðrum hætti, sem sé með firðtalstöð, sem yrði leigð handa búandanum þarna.

Þá er 5. brtt. frá hv. þm. Barð., um nýja línu frá Sveinseyri að Stóra-Langadal í Tálknafirði. Hvorki landssímastjóri né samgmn. treysta sér til að sjá henni farborða að þessu sinni, og leggur n. því ekki með henni.

6. brtt. er frá hv. þm. V.-Ísf., að taka upp nýja línu frá Rafnseyri að Dynjanda í Arnarfirði. Það varð að samkomulagi milli landssímastjóra og n. að vera því meðmæltir, að þessi till. væri tekin upp.

Loks er 7. og síðasta till. á þessu þskj. Það eru till. frá hv. þm. A.-Húnv. Við 1. till. er ekkert að athuga. Bæði n. og landssímastjóri mæla með henni. Hinir liðirnir eru um línu frá Víðidalstungu að Fremri-Fitjum í Fremri-Torfastaðahreppi og þriðji liðurinn um línu frá Syðri-Þverá að Stóru-Borg í Þverárhreppi. B-liðurinn hefir vissulega talsvert til síns máls, og um hann eru óbundin atkv., en hinsvegar hefir n. ekki séð sér fært að mæla með c-liðnum.

Þá er till. á þskj. 831, frá hv. þm. A.-Húnv., um línu frá Höfnum á Skaga að Ásbúðum. Landssímastjóri hefir ekki eins og sakir stóðu treyst sér til að mæla með þessari línu, en n. hefir ekki tekið afstöðu til hennar. Sama er að segja um brtt. á þskj. 699, frá hv. 9. landsk. Hann leggur til að bæta einni stöð inn á línu, sem er nú í frv. Landssímastjóri hefir ekki mælt með henni, en n. hefir óbundin atkv. um hana.

Brtt. á þskj. 693 er frá hv. 6. þm. Reykv. og hv. þm. N.-Þ. í sameiningu, og mun vera vel til hennar vandað. Landssímastjóri fellst á, að þessi lína verði lögð frá Þóroddsstað í Ljósavatnshreppi um Björg að Sandi í Aðaldal, og n. sér ekkert á móti því.

Brtt. á þskj. 635 er frá hv. þm. N.-Þ., og er þar um að ræða línu frá Grenjaðarstað um Hveravelli í Reykjahverfi að Laxamýri. Landssímastjóri fellst á þessa brtt., ef í stað „Laxamýri“ kemur „Skógum“. Það er því till. samgmn., að þessi orðabreyt. verði gerð. Má þá skoða till. í því formi sem till. borna fram af nefndinni.

Síðast er brtt. á þskj. 511. Þarna er um að ræða línu frá Skálavík í Reykjarfjarðarhreppi til barna-, unglinga- og íþróttaskólans á Reykjanesi í Reykjarfjarðarhreppi. N. hefir athugað þetta, eftir því sem tök eru á, og virðist sem langt gæti orðið til þess, er sú lína verði lögð. Er ekki hægt að benda á neina aðila, er að þessari línu standi. Skólinn getur það ekki sjálfur. Hér er um það að ræða að koma þessari stofnun í samband við landssímann, og hefir verið talið heppilegt að leggja línuna frá Skálavík, og er n. sammála um nauðsyn þessa máls. Vona ég, að hv. þm. geri sig ánægða með velvilja minn og n. og þjarki ekki mikið um málið að þessu sinni, en láti það bíða betri tíma.