04.10.1934
Efri deild: 2. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2829 í B-deild Alþingistíðinda. (94)

Afgreiðsla þingmála

Forsrh. (Hermann Jónasson):

Hv. 1. þm. Skagf. spurðist fyrir um það, hvernig á því stæði, að stjfrv. hefði ekki verið útbýtt enn. Skal ég svara þessu. Svo stendur á þessu, að skipið, sem frv. voru send með til konungs, varð á eftir, seinkaði því um 3 daga, vegna þess að það var látið taka lykkju á leið sína til Osló, sem því hafði ekki verið ætlað í áætlun. Nú hefi ég frétt, að skipið muni koma til Kaupmannahafnar í dag, svo að konungsskeyti um frv. ætti að geta komið á morgun, og verða frv. þá strax lögð fyrir þingið. — Vænti ég, að hv. 1. þm. Skagf. geti fallizt á það, eftir þessar upplýsingar, að það er ekki stj. sök, þótt þessi dráttur hafi orðið á útbýtingu frv. að þessu sinni.