21.12.1935
Sameinað þing: 35. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 365 í B-deild Alþingistíðinda. (359)

1. mál, fjárlög 1936

Hannes Jónsson:

Hæstv. stj. hefir ekki borið höfuðið hátt í umr. um Þýzkalandsmarkaðinn frá því fyrr á þinginu, og í blöðum sínum hefir hún reyt að setja spelkur við þetta með skítkasti til okkar Bændaflokksmanna, og hér á þingi við þessar umr. hafa þeir hæstv. atvmrh. og hæstv. fjmrh. gert sér sérstakt far um að reyna að gera till. okkar í þessu efni tortryggilegar. Það, sem við höfum bent á, er það, að okkur finnst harla undarlegt, að hæstv. ríkisstj. skuli leggja til grundvallar viðskiptin við Þýzkaland árið 1933, þessar búið er að benda henni á, að viðskiptin með þar vörur, sem hér um ræðir, voru þá miklu óhagkvæmari við þetta land en nokkurt annað land, sem þessar vörur eru sendar til. Það var ekki undarlegt, þótt lítið flyttist á þennan markað, því að það var eðlilegt, að varan leitaði þangað, sem hæst verð var hægt að fá. En það, að ekki fást full not af þessum markaði 1934, byggist vitanlega á því, að það voru ekki líkindi til þess framan af árinu, að verðið yrði eins hátt og raun varð á; ýmsir kaupmenn hafa því ekki getað komið því við að nota þennan markað, en selt vöruna á annan markað, þangað sem verðið reyndist svo lakara, þegar til kom. Af hvaða ástæðu sem það er, þá hygg ég, að S. Í. S. hafi lítið selt til Þýzkalands 1934. Ef litið er á árin 1934 og 1935, þá kemur það í ljós, að frá Þýzkalandi flytjast vörur fyrir 5675000 kr., en til Þýzkalands flytjast vörur fyrir —4158000 kr.; en nú í ár frá janúar til október, þ. e. að undanteknum tveim síðustu mánuðum ársins, hafa verið fluttar vörur frá Þýzkalandi fyrir 5157000.kr., en til Þýzkalands hefir ekki verið flutt nema fyrir 2969000 kr. (Fjmrh.: Það var verið að leysa út innstæðu frá fyrra ári). Ef til vill að einhverju leyti, en það hefir verið lítið, svo að hér getur ekki verið um þá upphæð að ræða, sem hafi nokkur veruleg áhrif í þessu efni. Árið 1934 var útflutningurinn til Þýzkalands 9,4% af heildarútflutningi landsins, en í ár aðeins 8,4%, svo að útflutningurinn hefir minnkað, og fyrst hann hefir minnkað á öðrum vörum en landbúnaðarafurðum, þá hefði átt að auka innflutninginn til Þýzkalands á landbúnaðarafurðum sem svaraði því, sem útflutningurinn hefir minnkað á öðrum vörum. En þetta hefir ekki verið gert. Það liggja fyrir rök, sem ég gæti fært sönnur á, ef ég mætti, um það, að hægt hefði verið að beina kaupum meira til Þýzkalands en gert hefir verið á þessu ári. En ég skal játa, að 1934, sérstaklega framan af árinu, hefði verið hægt að beina meira kaupum á vörum þaðan en gert var, en ein ástæðan fyrir því, að það var ekki gert, var sú, að það voru ekki líkindi til, að það væri hagnaður af að selja vörur til Þýzkalands á þeim tíma. En einmitt þegar það var sjáanlegt, að markaðurinn í Þýzkalandi var betri fyrir landbúnaðarafurðir okkar en annarsstaðar, þá var það orðin skylda hæstv. stj. að beina viðskiptunum sem mest þangað og leyfa sölu á afurðum þangað, sem hefði svo haft það í för með sér, að við hefðum svo keypt vörur frá Þýzkalandi í staðinn, hvað sem verðinu hefði liðið. En það hefir sannazt, að ýmsar vörur frá Þýskalandi eru eins hagkvæmar í kaupum eins og vörur frá öðrum löndum.

Ég verð að halda því fram, að þær skýringar, sem fyrir liggja um viðskiptin, sýni og sanni, að kaup á vörum frá Þýzkalandi hafi farið minnkandi í ár. Hvorttveggja hefði mátt auka, og það er einkennilegt, ef 2 millj. króna eiga að hafa verið yfirfærðar frá fyrra ári til 1935. Ég þori að fullyrða, að það hefir ekki verið svo mikið.

Skal ég svo verða við tilmælum hæstv. forseta og tala minna um þetta mál en ég hafði ætlað mér og ástæða er til, en ég mun taka seinna til máls, ef þörf krefur og tilefni gefst til.