04.01.1940
Efri deild: 105. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1344 í B-deild Alþingistíðinda. (2686)

Starfslok deilda

Magnús Jónsson:

Þótt ég hafi ekki umboð til þess og hafi ekki um það talað við aðra dm., þá þykist ég vera viss um, að ég mæli fyrir munn þeirra allra, þegar ég þakka hæstv. forseta fyrir vingjarnleg ummæli um störf d., og þakka honum fyrir þann mikla þátt, sem hann hefir áreiðanlega, nú eins og áður, átt í því, hversu vel störfin hafa gengið. Það er enginn vafi á því, að stjórn forseta ræður miklu um það, hvernig störf d. vinnast, — að fundum sé stjórnað bæði af réttlæti og um leið af sanngirni og lipurð.

Ég óska svo forseta góðrar heimferðar og heimkomu og vona, að við hittum hann heilan hér á næsta Alþingi.

[Deildarmenn tóku undir ummæli 1. þm. Reykv. með því að rísa úr sætum.]