12.11.1941
Efri deild: 14. fundur, 58. löggjafarþing.
Sjá dálk 195 í C-deild Alþingistíðinda. (456)

6. mál, stimpilgjald

Frsm. (Magnús Jónsson) :

Ég verð að segja það, að ég varð fyrir dálitlum vonbrigðum af undirtektum hv. flm. við afgreiðslu n. á þessu máli.

Ég var búinn að gera grein fyrir því, hvernig á því stóð, að afgreiðsla málsins tafðist, og ég hygg, að það megi telja fullgilda ástæðu. Þar sem 3 menn eru í n., einn frá hverjum flokki, þá er ekki nema eðlilegt, að n. hyllist til þess að láta n. vera fullskipaða, þegar mál eru afgr. Auk þess er það á allra vitorði, að ekki var búizt við því að þingið sæti nema fáa daga, og ekki var búizt við afgreiðslu almennra mála á. þessu þingi, sem ekki væru aðkallandi í augnablikinu. Og mér finnst satt að segja, að flm. geti verið ánægður með það, ef frv. hans verður til þess, að samþ. verður nokkurs konar þál. um að skora á ríkisstj.afgr. málið. Mér finnst þess vegna, að flm. hafi í raun og veru náð tilgangi frv., ef rökst. dagskráin verður samþ.

Þetta frv. mundi í raun og veru ekki verða til að innleiða fjarska mikla breyt. í þessum efnum. Það er aðallega uppgjafarskyldan, sem í rauninni er tryggð alveg jafnvel í gildandi 1. Í 3. gr. stimpill. stendur: „Í stimpilskyldum skjölum skal jafnan getið þeirrar fjárhæðar, sem stimpilskyldan er bundin við:“ Sömuleiðis í 14. gr., þar segir: „Þeir, sem hafa á hendi stimplun skjala, geta krafizt allra nauðsynlegra skýringa af hálfu þeirra, er stimplunar beiðast. “ Ég get ekki séð, að það mundi verða mikil bót á ástandinu, þótt þetta frv. yrði samþ. Ég tel rétt, að reynt sé að finna leið, þar sem sama gangi yfir alla, með því t. d. að miða við eitthvert fyrirfram ákveðið verð, t. d. fasteignamatsverð, en hækka þá ef til vill heldur stimpilgjaldið.

Varðandi ákvæðið um skipin, þá er það rétt hjá flm., að þar er miðað við kaupverð, þ. e. a. s. upphæð kaupverðs. En mér finnst, að það væri ekki úr vegi að athuga, hvort ekki mætti finna þar líka einhvern grundvöll, þannig að þeim væri ekki ívilnað, sem óhlutvandastir eru. Og ég verð að segja, að hvað sem hv. 1. þm. N.-M. segir, þá er það engin fjarstæða að miða við smálestatölu, en vitaskuld næði engri átt, að greitt yrði sama stimpilgjald af öllum skipum, hvort sem þau væru vond eða góð. Það yrði vitaskuld að flokka skipin. En þetta er eitt af þeim atriðum, sem þarf athugunar við milli þinga. Þetta er atriði, sem þarf að rannsaka með fagmönnum, hvernig hægt sé að finna einhvern grundvöll, sem sé réttlátur gagnvart öllum.

Viðvíkjandi því, sem hv. 11. landsk. sagði, að það væri varhugavert að hafa mismunandi gjald á mismunandi fasteignum, þá er það alveg rétt, sem hann sagði um það. Enda held ég, að það muni ekki vera sú ástæða, sem hefur komið þessu máli af stað, heldur sé það dýrtíðin. Mér skilst sem sagt, að hér vera miðað í þessu frv. við hreint bráðabirgðaástand, nema það sé verið að gefa það í skyn, að fasteignamatið sé hringavitlaust. Ef svo væri, þá finnst mér, að sá aðili, sem segir til um fasteignamatið, sé ekki nema réttur til að missa af þessum gjöldum, ef hann sér ekki rétt um matið á eignunum. Það, sem um er að ræða, er þess vegna ekkert annað en það, hvort hægt er að ná inn gjöldum af óeðlilegu verði. Í þessu sambandi dettur mér í hug, hvort ekki mundi vera hægt að miða við vísitöluna. Annars er þetta mál e. t. v. ekki eins auðvelt í meðferð eins og menn halda. En ég hef samt trú á því, að fjármálaráðuneytið hefði a. m. k. langbeztu tökin á því að koma með till., sem gætu orðið hér að mestu liði.

Ég held, að ég þurfi ekki að svara hv. 1. þm. N.-M. mörgu. Hann var aðallega að tala um skilning sinn á því, hver væri stefna sjálfstæðimanna, sem mér skildist helzt, að mundi að hans áliti vera fólgin í því að gefa rangar skýrslur, og færi það þess vegna í bága við þá stefnu, að flm. frv. hefði komið fram með það. Ég býst nú við, að Sjálfstfl. muni síðast sækja skilning á sinni stefnu til þessa hv. þm. Hv. þm. taldi óheppilegt að miða stimpilgjaldið við smálestatölu. Ég sé ekki, að það sé ómögulegt að miða við það, enda þótt gott væri að finna einhvern annan grundvöll, en áreiðanlega sé heppilegast að miða við eitthvað, sem ekki er komið undir því, hvernig þessi og hinn vilja gefa upp í það og það skiptið. Það mun löngum verða erfitt að fá þær upphæðir réttar í öllum tilfellum.