20.04.1942
Efri deild: 37. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 60 í B-deild Alþingistíðinda. (105)

3. mál, útsvör

*Fjmrh. (Jakob Möller):

Ég vildi nú helzt mælast til þess, að hv. þd. væri ekki að gera þessa breyt. á frv. nú, sem brtt. hv. 2. landsk. felur í sér, ekki af því, að ég sé í sjálfu sér mótfallinn því, að formaður niðurjöfnunarn. sé kosinn til 4 ára. Þó er það dálítið andkannalegt, þegar hinir nefndarmenn eru ekki kosnir nema til eins árs í senn, en mætti þó e.t.v. hafa það fyrirkomulag. En ég geri ráð fyrir, að það megi trúa bæjarstjórninni fyrir því að sjá, hvað haganlegast er í þessu efni, og að hún skipti ekki um formann þessarar n. frá ári til árs. Því að að sjálfsögðu er bæjarfulltrúum það eins tjóst eins og hv. þm., að það muni henta betur, að formaðurinn sé sá sami um lengri tíma, og að því leyti tel ég þessa breyt. óþarfa.

En að fara að gera þessa breyt. á frv. nú, tel ég ástæðulaust á elleftu stundu, og teldi réttara, að það væri ekki gert.