02.05.1942
Neðri deild: 46. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 604 í B-deild Alþingistíðinda. (1645)

81. mál, eignarnám hluta af Vatnsenda

*Sigurður Kristjánsson:

Ég hygg, að viðkvæmni hv. þm. V.- Húnv. í þessu máli sé óþörf, þar sem ekki er um ágreiningsmál að ræða. Það er lítill landskiki, sem kemur til greina, og forráðamenn lands þessa og bæjarstjórnina og skógræktarfélagið annars vegar greinir ekki á um þetta mál, enda er hér um lítilfjörlegan hlut að ræða. Þetta kemur heldur ekki í bága við nein fyrirmæli, sem gefin hafa verið um þetta efni, og því óþarft að rugla frá því, sem er í frv. Það var allt annað, sem hinn látni jarðareigandi hefur haft í huga, þegar hann gaf þessi fyrirmæli. Mun hann hafa verið að koma í veg fyrir, að jörðin færi í brask, og þótt þetta horn gangi frá, verður hún eftir sem áður gild og sjálfstæð eign. Ég mun því halda fast við frv. eins og það er.