16.03.1942
Neðri deild: 19. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 634 í B-deild Alþingistíðinda. (1748)

37. mál, byggingar og landnámssjóður

*Flm. (Steingrímur Steinþórsson):

L. um byggingar- og landnámssjóð var breytt nokkuð á þinginu í fyrra, og hefði nú kannske mátt ætla, að ekki hefði þurft að breyta þeim nú strax aftur. En því er þó þannig farið, að vegna hinna geysimiklu verðbreytinga, sem orðið hafa á síðustu árum, hefur reynzt nauðsynlegt að breyta nokkuð ákvæðum þessara l. Og það er af þessum ástæðum, sem við, flm. þessa frv. á þskj. 51, berum fram þessar till. til breyt. á 1. nú.

Það þarf ekki að hafa langt mál um þetta frv. En ég vil þó geta helztu breyt., þó að hér sé um 1. umr. málsins að ræða. Það er svo ákveðið í 9. gr. l. um byggingar- og landnámssjóð, að ekki megi veita hærra lán úr þessum sjóði til sama manns en 6 þús. kr. Þetta ákvæði var sett í 1. til þess að tryggja, að ekki væri ofhlaðið á jarðir, þannig að veðskuldir, sem á þeim hvíldu, yrðu ekki of þungar fyrir þá, sem á jörðunum byggju. Nú er ómögulegt að byggja upp á nokkurri jörð fyrir þessa upphæð. Varð því annaðhvort að gera, að nema burt ákvæðið eða hækka þetta takmark. Við viljum nema þetta ákvæði burt og an ákvæði um það, hve háar þessar upphæðir skuli vera, séu sett í reglugerð. Við teljum, a.m.k. á tímum sem þessum, að ekki geti talizt rétt að hafa þetta ákvæði í l. Enda hygg ég, að það orki mjög tvímælis, að ákvæði þessu hafi verið fylgt síðustu árin, a.m.k. verður þá að veita viðbótarlán til þeirra, sem hafa notið lána á síðasta ári til þessara hluta.

Þá eru nokkrar brtt. við 12. gr. l.gr. fjallar um skilyrði til þess, að hægt sé að veita endurbyggingarstyrk. Það hefur verið svo ákveðið, að bæjarhús, sem styrk mætti veita til að endurreisa, mættu ekki vera meira virði en 1800 kr. að fasteignamati. Við leggjum. hér til, að þetta takmark sé fært upp í 3000 kr. Er þetta vegna þeirrar reynslu, sem við höfum í nýbýlastjórn ríkisins um að veita þessa styrki. Það hefur verið brýn þörf á að endurreisa hús, sem hafa að fasteignamati verið 3000 kr., og eins mikil nauðsyn að endurreisa þau eins og önnur, sem lægra eru metin. Við töldum ekki rétt að nema ákvæði I. í þessu efni burt, heldur töldum við rétt að hækka takmarkið í 3000 kr.

Þá vil ég geta þess, að hér er lagt til, sem er í raun og veru nýmæli, að ef um sérstaklega alvarlegt tjón af húsbruna er að ræða, þá sé heimilt að veita nokkru hærri endurbyggingarstyrk en annars er heimilt samkv. l. Er hámark framlags til hvers býlis 1500 kr., en veitt á það viðbót samkv. vísitölu, sem reiknuð er út af hagstofu Íslands og teiknistofu landbúnaðarins. En við leggjum til, að þetta sé eingöngu gert af teiknistofu landbúnaðarins, sem hefur með þetta að gera. Þessi hækkun styrks vegna húsbruna er, að gefnu tilefni, lagt til, að verði lögleidd. Það hefur komið fyrir svo stórkostlegt tjón, sem menn hafa orðið fyrir vegna bruna, að ríkisstj. hefur lagt til við nýbýlastjórn, að hún færi í framlagi byggingarstyrks. yfir það, sem heimilt er eftir l. Þetta er ekki gert enn, en bending kom frá ríkisstj. um, að rétt væri í slíkum tilfellum að veita meira slíkt framlag en l. nú heimila. Teljum við flm., að heimild til þess verði að setja í l. Og eins og hér er lagt til, að þetta ákvæði verði lögfest, er þetta aukaframlag einskorðað v ið það, að það er aðeins heimilt að veita það, ef ríkisstj. samþ. það í hvert skipti. Nýbýlastjórn hefur því eftir frv. ekki heimild til að veita það, nema ríkisstj. samþ. það í hvert skipti. Það má heldur ekki veita hærri endurbyggingarstyrk en sem svarar 1/3 hluta af kostnaðarverði hússins eða umbótarinnar. Þetta ákvæði er óbreytt frá því, sem var.

Loks er brtt. varðandi 33. og 35. gr. l. í því fólgin að hækka nokkuð framlag til nýbýla. Nú má hæst veita 9000 kr., 4500 kr. að láni og 4500 kr. sem styrk. Hér er lagt til, að hámarksheimildin sé færð upp í 12000 kr. (En þetta var hækkað í fyrra; var áður 7000 kr.). Með þessari hækkun er einkum miðað við hækkun á byggingarkostnaði, og er þó tæplega, að þessi hækkun nægi til þess að vega upp á móti verðbreytingu, sem orðið hefur í þessu efni.

Ég hef nú hér mjög stuttlega lýst þessum brtt., sem við flm. gerum við l., og sé ég ekki ástæðu til að fara fleiri orðum um þær nú, en vil leyfa mér að leggja til, að frv. verði, að umr. lokinni, vísað til 2. umr. og landbn.