25.01.1943
Neðri deild: 41. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 943 í B-deild Alþingistíðinda. (1511)

12. mál, orlof

Sigurður Guðnason:

Herra forseti. — Ég get ekki annað sagt en mér hafi fundizt kenna nokkurs misskilnings í ræðu hv. þm. V.-Húnv., því að það er svo, að þetta frv., er hér liggur fyrir, er að miklu leyti þegar komið í framkvæmd; þó hafa menn ekki fengið nema 6 daga orlof í stað 12, sem gert er ráð fyrir í frv.

Um hin sérstöku merki er það að segja, að þau þykja þægilegri en miðarnir og eru látin samsvara þeim tíma, er maður inn hefur unnið.

Það er einkennilegt, að frv. þetta skuli sæta hér mótspyrnu, þegar stærstu atvinnurekendurnir eru búnir að ganga inn á það í aðalatriðunum að veita verkamönnum 12 daga orlof eða leyfi. Og þegar þessu er svo komið, þá finna allir menn, að það er réttlátt, að þessi hlunnindi nái eins til þeirra, er eiga erfiðara með að gera samninga en hin stærri verkamannafélög. Einnig er það ranglátt gagnvart atvinnurekendunum, að á einum stað verða þeir að veita orlof, en á öðrum stað sleppa þeir við það. Þeir standa þannig ekki jafnt að vígi. Þetta verður að ganga jafnt yfir alla, en undanfarið hefur það verið þannig, að fastamenn allir hafa fengið allt upp í 12 daga sumarleyfi á sama tíma og lausamenn á sama stað hafa ekkert leyfi fengið. Þetta er augljóst óréttlæti.

Þá langar meg til að fara fáeinum orðum um mismuninn á framkvæmd vinnulöggjafar og t.d. afurðasölulögunum, sem sett voru til verndar atvinnu bændanna, eins og löggjöf um vinnu til verndar hagsmunum verkamanna. Þegar við hér á árunum vorum að berjast fyrir brettum kjörum við höfnina, þá var lögreglan kölluð til að vernda verkfallsbrjótana á sama tíma og þeir, sem brutu afurðasölulögin, voru látnir sæta ábyrgð. M.ö.o., annar lögbrjóturinn var verndaður af lögreglunni, á meðan farið var með hinn í tugthúsiu. Þetta er dálítið fróðlegur samanburður, þegar verið er að tala um baráttu verkamanna fyrir bættum kjörum.

Að endingu þetta: Þegar báðir aðilar þessa máls eru búnir að koma sér saman um það í aðalatriðum, þá finnst mér siðferðisskylda Alþ. að verða við ósk þeirra.