11.11.1943
Efri deild: 46. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 666 í B-deild Alþingistíðinda. (1061)

112. mál, ófriðartryggingar

Frsm. (Guðmundur Í. Guðmundsson):

Sjútvn. hefur fengið þetta frv. til athugunar, og hefur n. farið í gegnum það og borið það saman við gildandi l. um þetta efni, og er n. á einu máli um að leggja til, að frv. nái fram að ganga eins og það liggur fyrir. Þetta frv. hefur verið undirbúið af mér og samið af mþn. í sjávarútvegsmálum 1943 og hefur síðan verið athugað og fram borið af þeirri n. Frv. fylgir nokkur grg. frá mþn., þar sem gerð er grein fyrir því, hvera vegna mþn. telur nauðsynlegt að gera þær breyt. á l. um ófriðartryggingar, sem lagt er til í frv. þessu. Eins og bent er á í grg. mþn., þá þótti ekki næg ástæða til að láta l. um ófriðartryggingar, sem samþ. voru 1941, ná til skipastóls landsmanna, sökum þess að útgerðarmenn áttu þá aðgang að slíkum tryggingum. Nú hefur reynslan sýnt, að fáir útvegsmenn hafa notað sér þá aðstöðu, sem þeir hafa haft til þess að kaupa ófriðartryggingar fyrir skip sín, og hafa þeir því orðið að borga óeðlilega háar tryggingar. Mþn. hefur kynnt sér það ýtarlega, hvort ekki væri nauðsynlegt að breyta l. um ófriðartryggingar þannig að skylda útgerðarmenn til þess að tryggja öll íslenzk skip, sem eingöngu stunda fiskveiðar og flutninga með ströndum fram, og kaupa ófriðartryggingar fyrir skip sín, og n. komst að þeirri niðurstöðu eins og mþn., að nauðsynlegt væri að skylda útvegsmenn til þess að kaupa þessar tryggingar. Sjútvn. er því sjálfsagt sammála mþn. um þau sjónarmið, sem í frv, felast, og athugun á einstökum gr. frv. hefur sýnt, að frv. er fullkomlega í samræmi við önnur ákvæði núgildandi l. um ófriðartryggingar, og leggur hún því til, að frv. verði samþ. óbreytt eins og það liggur fyrir.