06.12.1944
Efri deild: 83. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 992 í B-deild Alþingistíðinda. (1820)

170. mál, hafnargerð á Skagaströnd

Frsm. (Gísli Jónsson):

Herra forseti. Sjútvn. hefur haft þetta frv. til athugunar og borið saman við gildandi hafnarl. fyrir Skagaströnd. Hér er um að ræða hækkun á fjárframlagi til hafnargerðarinnar.

Hv. flm. frv. í Nd., hv. þm. a.-Húnv., hafði farið fram á það við mig sem form. sjútvn. í Ed, að við í n. flyttum brtt. um skipun þeirra manna, sem með hafnarmál hafa að gera á þessari sérstöku höfn, en með því hefði verið farið inn á nokkuð nýja braut. Ákveðið var, að atvmrh. skyldi skipa formann hafnarsjóðsnefndar. Sjútvn. Ed. vildi ekki taka þetta til athugunar, því að frv. til hafnarl. mun koma fram innan skamms, eftir því sem hæstv. hafnarmálaráðh. hefur upplýst. Sum atriði frv. eru ekki í samræmi við hafnarl. frá síðustu þingum, en þau eru ekki svo mikilsverð, að sjútvn. sjái ástæðu til að koma með brtt., og leggur n. því til, að það verði samþ. óbreytt eins og það liggur fyrir á þskj. 433, og þarf það því ekki að fara aftur til Nd.