28.03.1946
Sameinað þing: 35. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 176 í D-deild Alþingistíðinda. (4098)

201. mál, byggingarstyrkur til flóabáts

Flm. (Gunnar Thoroddsen) :

Herra forseti. Ég vil leyfa mér að vísa að mestu leyti til grg. um þetta mál. Till. fer fram á, að ríkissjóður greiði þriðjung kostnaðarverðs flóabáts fyrir sunnanverðan Breiðafjörð, Hvammsfjörð og Gilsfjörð.

Ekki mun hingað til hafa gilt nein föst regla um fjárveitingar eða hlutfall um þátttöku ríkissjóðs í slíkum málum, en þó hygg ég, að þessu sé mjög stillt í hóf. Ég læt svo nægja að vísa til grg. og legg til, að málinu verði vísað til síðari umr. og fjvn.