18.12.1948
Efri deild: 41. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 88 í B-deild Alþingistíðinda. (242)

66. mál, bifreiðaskattur o.fl.

Páll Zóphóníasson:

Ég hef skilið það hér á umræðum manna, að seinna í vetur verði átt við þennan skatt í fjórða skipti á þessu þingi, og er þá gert ráð fyrir stórfelldri hækkun á honum, en áðan var felld till. frá mér um lítils háttar hækkun. Þetta er órökvísi, sem ég vil ekki eiga þátt í. Ef stjórnin vill breyta þessum l. síðar á þessu þingi, þá er hún vitaskuld sjálfráð um það. En ég vil ekki eftir skamma stund greiða atkvæði þvert ofan í það, sem ég hef gert rétt áður, og það í jafnaugljósu máli og þessu, og ég sit því hjá að þessu sinni við afgreiðslu þessa frv.