28.04.1949
Neðri deild: 94. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 2160 í B-deild Alþingistíðinda. (3183)

Málshöfðunarleyfi gegn þingmanni

Gylfi Þ. Gíslason:

Það kemur fram, að hv. þm. G-K. hefur ekki getað flutt orð þingbróður síns rétt milli þd., því að hv. þm. Barð. hefur sagt hér hinum megin í d., að hann hafi sagt þessum þm., að það eina, sem hafi komið til orða í n., væri að taka annaðhvort 5.000 kr. eða ekki neitt. enda væri tilhæfulaust að bera mig fyrir því, að ég hafi stungið upp á 5.000 kr. þóknun, eins og hv. þm. V-Húnv. hefur þegar lýst yfir og skýrt rækilega. Þannig er ekki um að villast, að hér hefur hv. þm. G-K. einu sinni enn farið með simpil ósannindi.