28.04.1949
Efri deild: 90. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 594 í C-deild Alþingistíðinda. (4244)

197. mál, laun starfsmanna ríkisins

Frsm,. (Björn Ólafsson):

Í sambandi við þessi ákvæði um starfstímann, sem hv. þm. Barð. talaði um, vil ég taka fram, að slíkt kom ekki til tals í n. Og ég sé ekki, að ástæða sé til að vísa frv. aftur til n. í því skyni, nema fyrir liggi brtt. frá þessum hv. þm. eða öðrum, sem óska að gera þá breyt. á frv. Það kemur frá n., og er ekki venjulegt að láta svona frv. ganga til n., nema um brtt. sé að ræða. (GJ: Ég hef ekki óskað eftir því.) Ég skildi hv. þm. þannig, hvort n. vildi ekki taka það til athugunar, sem hún mun að sjálfsögðu gera, ef brtt. skyldi koma fram. Þá skal ekki standa á mér að taka það til athugunar í nefndinni.

Í sambandi við það, sem hv. 1. landsk. sagði, vil ég segja það, að mér finnst, ef hann fellir sig ekki við þessa breyt., sem hæstv. fjmrh. leggur hér til, að beinast liggi við fyrir hann að koma með brtt. við þetta um það, að n. fái að starfa áfram án þess að hún sé launuð. Ég skal ekki segja, hvernig fjhn. mundi taka í það, ef slík till. kæmi fram, en að sjálfsögðu yrði það tekið til athugunar. Ég skal ekki segja, hvort þyngra er á metunum hjá hæstv. fjmrh. eða fjmrn. að spara fé með því að leggja n. niður eða hafa þetta mál í sínum höndum. En mér finnst eðlilegast, að þetta mál sé í höndum fjmrh., og sé ekki ástæðu til þess að gera ráð fyrir því eða tortryggja það, að úrskurðir í þessu máli yrðu óvilhallir og að ekki yrði gengið á rétt launþega eða þeirra manna, sem vinna hjá ríkinu.