17.01.1952
Efri deild: 60. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 709 í B-deild Alþingistíðinda. (923)

166. mál, samkomulag reglulegs Alþingis 1952

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Í sambandi við þessar umr. vil ég ákveðið taka undir það, sem hér hefur komið fram og ég hef oft bent á áður, að breyta fjárlagaárinu. Ég tel þó ekki hægt að gera þetta að lögum núna, en ég tel, að miða ætti fjárlagaárið við 1. júní. Þá ætti að gera fjárhagsáætlun fyrir 11/2 ár eða fram að árinu 1954. Ég er með því, að Alþ. komi saman rétt eftir áramótin. Þá ætti það að vera búið að afgreiða fjárhagsáætlunina í maí. Móti þessu mælir bara eitt atriði, og það er, að þá væri hægt að segja, að þær framkvæmdir, sem þarf að gera, brýr, hafnir o.fl., hefðu skemmri tíma en ella til undirbúnings, vegna þess að ákvarðanir á Alþ. um þær væru þá teknar síðar en nú er. Þó er það svo, að stuttu eftir að þing kemur saman mætti sjá, hverjar yrðu aðalframkvæmdir á næstunni, og mætti þá fara að undirbúa þær. Með þessu móti gæti líka endurskoðun ríkisreikninganna gengið miklu fljótar, og væri þá hægara fyrir Alþ. að fylgjast með þeim og finna að því, sem þar kynni að hafa verið gert. Þetta vildi ég biðja hæstv. ríkisstj. að taka til athugunar.