10.02.1958
Neðri deild: 49. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 1922 í B-deild Alþingistíðinda. (3042)

Bréfaskipti forsætisráðherra Sovétríkjanna og Íslands

Bjarni Benediktsson:

Herra forseti. Það skal vel vanda, er lengi skal standa, má segja um nefnd hinna háttsettu manna, því að það hefur sem sagt samkvæmt þeim upplýsingum, sem hæstv. ráðh. hér gaf, tekið ár að undirbúa það, að gengið væri frá því, að hún yrði skipuð, en mér skildist þó að hún hefði verið skipuð í nóv.-des. s. l. Þá vil ég spyrja: Er nokkur ástæða, nokkurt hernaðarleyndarmál eða þjóðhættulegt, að þingheimi sé nú í dag skýrt frá því, hverjir þessir þrír háttsettu menn eru, sem skipaðir hafa verið?