12.02.1963
Neðri deild: 40. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 1376 í B-deild Alþingistíðinda. (1355)

32. mál, landshöfn í Keflavíkurkaupstað og Njarðvíkurhreppi

Frsm. (Birgir Finnsson):

Herra forseti. Sjútvn. nefur haft til athugunar frv. til 1. um breyt á l. nr. 23 1955, um landshöfn í Keflavíkurkaupstað og Njarðvíkurhreppi. Frv. er aðeins ein grein, eða aðalefni þess, og hún er um það, að lántökuheimild fyrir ríkisstj. vegna landshafnarinnar í Keflavíkurkaupstað og Njarðvíkurhreppi verði hækkuð og miðist nú við allt að 70 millj. kr.

Sjútvn. hefur sent þetta frv. til umsagnar vitamálastjóra, sem mælir eindregið með því, og enn fremur liggur fyrir bréf frá stjórn landshafnarinnar, þar sem eindregið er mælt með samþykkt frv.

Eins og hv. dm. er kunnugt, eru í gildi tvenn lög um landshafnir, landshöfnina í Keflavík og Njarðvík og landshöfnina í Rifi á Snæfellsnesi, og í báðum lögunum hefur lántökuheimildin verið bundin við ákveðnar upphæðir. Hins vegar er þetta þannig í hafnarlögunum, sem gilda fyrir aðrar hafnir almennt, að lántökuheimildin er ekki bundin við ákveðnar upphæðir.

Að þessu athuguðu þótti sjútvn. réttmætt og viðhlítandi, úr því að þessu máli var hreyft fyrir aðra landshöfnina, að fara einnig af stað með samskonar breyt. fyrir hina, þ.e.a.s. landshöfnina í Rifi á Snæfellsnesi, og þess vegna hefur n. samið frv. um það efni, sem liggur hér fyrir undir næsta dagskrárlið fundarins. Það frv. er alveg sams konar og tilsvarandi frv: undir þessum dagskrárlið, og sé ég ekki ástæðu til þess að hafa sérstaka framsögu fyrir því, heldur læt þessi fáu orð nægja um báða dagskrárliðina og mæli með því fyrir hönd sjútvn., að bæði frv. nái fram að ganga.