06.12.1962
Efri deild: 27. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 566 í B-deild Alþingistíðinda. (421)

108. mál, veiting ríkisborgararéttar

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Frv. það, sem hér liggur fyrir, er samið í samræmi við þær reglur, sem fylgt hefur verið á Alþingi undanfarin ár, og er ekki sérstök ástæða til að gera frekari grein fyrir þeim. Einungis er rétt að benda á, að lagt er til, að nokkrir flóttamenn frá Ungverjalandi fái ríkisborgararétt skv. frv., þó að þeir séu ekki enn búnir að dvelja hér full 10 ár. En þetta munu allt vera menn, sem sýnt er að hafa hug á að ílendast hér, og eru fregnir af, að á sínum tíma hafi þeim verið gefið fyrirheit um, að þeir mundu fá ríkisborgararétt fyrr en almennar reglur standa til, ef sýnt væri, að þeir hygðust dveljast hér til frambúðar.

Ég legg til, að frv. verði vísað til 2. umr. og hv. allshn.