22.11.1967
Sameinað þing: 14. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 555 í D-deild Alþingistíðinda. (3073)

55. mál, raforkuþörf Vestur-Skaftfellinga austan Mýrdalssands

Landbrh. (Ingólfur Jónsson) :

Herra forseti. Það er eins og hv. fyrirspyrjandi hafi misskilið mig, þar sem hann taldi, að þessi athugun n. hefði leitt annað í ljós en æskilegt væri. Hann hefði óskað eftir því, að það yrði haldið áfram með línu austur yfir sand og Skaftfellingar yrðu tengdir við aðalveitukerfið og það væri í samræmi við þá stefnu, sem hefði verið mörkuð með landsvirkjunarlögunum. En það er einmitt þetta, sem n. leggur til. N. leggur til, að vegna þess að það þurfi að hafa varastöð fyrir austan — vegna þess að það er ekkert vit í því að treysta á línuna eina yfir sandinn — fái þau býli, sem bezta hafa aðstöðuna, þéttbýliskjarninn í kringum Klaustur,

rafmagn út frá dísilstöð, sem hvort eð er verður að koma. Svo þakka ég hv. sýslumanninum, 4, þm. Sunnl., fyrir áskorunina, að ég skuli nú gera allt sem ég geti í þessu máli.