22.02.1973
Sameinað þing: 48. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 2047 í B-deild Alþingistíðinda. (1604)

Umræður utan dagskrár

Benedikt Gröndal:

Herra forseti. Ég vil lýsa fullkomnu samþykki við þá skoðun forseta, að það er alger óhæfa af alþm. að hefja hvað eftir annað almennar eldhússumr. utan dagskrár. Þingstörf geta aldrei blessazt með því móti. Verst af öllu er þetta af því, að það er gert af nokkrum hópi þm. eingöngu í auglýsingaskyni, af því að þeir vita, að þeir sem hefja slíkan leik eiga nokkuð víst, að þeirra verði getið í fjölmiðlum. Ég mun því ekki taka þátt í almennum efnisumr. um það, sem, sem hér hefur komið fram og margt er mjög athyglisvert,, enda liggur fyrir þinginu till. um vantraust á ríkisstj. þar sem slíkar umr. eiga að fara fram. En eitt atriði get ég ekki komizt hjá að nefna og spyrja um. Hv. 3. landsk. þm. hóf þessar umr. sýnilega í þeim tilgangi að kalla fram ákveðna viðurkenningu frá hæstv. viðskrh. um þróun efnahagsmála undanfarna mánuði og horfur næstu mánuði. Niðurstaða hv. 3. landsk. nú fyrir skömmu var sú, að hann hefði fengið þau svör, sem hann bjóst við, og ég vona, að ég fari rétt með hans orð, að hann firrti sig ábyrgð á þeirri þróun efnahagsmála, sem er fram undan. Nú vil ég spyrja, hvort þessi yfirlýsing þýði það, að hv. þm. hafi sagt ríkisstj. upp stuðningi, því að hvernig í ósköpunum getur ábyrgur alþm. firrt sig allari ábyrgð á þróun efnahagsmála í heild og haldið áfram að styðja þá ríkisstj., sem stýrir efnahagsmúlunum? Ég tel, að Alþ. eigi kröfu á að fá að vita, hvað orð hv. þm. þýða, því að ef hann er að segja ríkisstj. upp stuðningi, hefur hún ekki lengur meiri hl. í þessari d., og þá hefur skapazt pólitískt ástand, sem þarf að athuga mjög alvarlega og fljótlega.