07.11.1972
Sameinað þing: 12. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 576 í B-deild Alþingistíðinda. (328)

57. mál, Lánasjóður íslenskra námsmanna

Menntmrh. (Magnús T. Ólafsson):

Herra forseti. Endurskoðun laga, sem gert var ráð fyrir í bráðabirgðaákvæðinu, er ekki lokið enn, eins og öllum má ljóst vera, annars væri árangurinn kominn fram fyrir þetta þing. En að því verður unnið, að sá árangur sjáist sem fyrst. (Gripið fram í.) Já, það er búið. Fyrir hagsmunum námsmanna er séð þannig, að í n. eiga sæti sá starfsmaður í menntmrn., sem fer með málefni lánasjóðsins, formaður stjórnar lánasjóðsins og maður, sem setið hefur lengi í stjórn lánasjóðs sem fulltrúi námsmanna. Þessir menn eru Árni Gunnarsson deildarstjóri, Gunnar Vagnsson formaður lánasjóðsins og Þorsteinn Vilhjálmsson, sem lengi hefur setið í lánasjóðsstjórn af hálfu námsmanna.