25.10.1973
Sameinað þing: 7. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 164 í B-deild Alþingistíðinda. (76)

340. mál, laxveiðileyfi

Pétur Sigurðsson:

Herra forseti. Það mætti halda eftir þessum undarlegu umr., sem hér hafa farið fram, að hvorki kratar, kommar og horfi ég þá á hæstv. viðskmrh. — né háskólaprófessorar renndu nokkru sinni fyrir lax. Mig langar að leggja þá spurningu fyrir hæstv. fjmrh., til viðbótar þeim, sem hér hafa komið fram, og hinir undarlegustu menn hrósa sér fyrir að séu jafnvel sínar fsp., þótt aðrir beri þær fram: Er ekki mjög auðvelt að fylgjast með þessu, hvað mikið er borgað í leigu og jafnvel hverjir taka árnar á leigu? Eru ekki þeir bændur, sem selja leyfin, áreigendur, veiðiréttareigendur, skattskyldir, og er ekki hægt að fylgjast með málinu í gegnum þær stofnanir, sem þar eiga að fylgjast með? Þarf endilega að vera með slíka spilamennsku hér inni á Alþingi?