02.03.1976
Sameinað þing: 59. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 2335 í B-deild Alþingistíðinda. (1922)

170. mál, Landhelgisgæslan

Iðnrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Með þessari till. er hreyft athyglisverðu máli, þ.e. um leigu eða kaup á einu eða tveimur hraðskreiðum skipum erlendis frá til gæslustarfa á vegum Landhelgisgæslunnar. Vegna þess að hæstv. dómsmrh., sem er yfirmaður Landhelgisgæslunnar, gat ekki sótt þennan þingfund vil ég aðeins skýra frá því að fyrir nokkru lagði hæstv. dómsmrh. fram till. í ríkisstj. um eflingu og aukningu Landhelgisgæslunnar. Var ákveðið að fela hæstv. dómsmrh. og hæstv. fjmrh. að kanna þau mál nánar og gera till. til ríkisstj. um framkvæmdir. Síðast var þetta mál rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Meðal þess, sem hér hefur komið til greina, eru kaup eða leiga á innlendum og/eða erlendum skipum, enn fremur m.a. skipti á áhöfnum varðskipanna, sem eins og hér hefur komið fram er brýn nauðsyn. Auk þess hefur verið rætt um nokkur fleiri atriði. Ég geri rúð fyrir því, að till. ráðh. og grg. þeirra liggi mjög skjótlega fyrir.

Ég vildi taka þetta fram í sambandi við till. og umr. og taka eindregið undir að það er hin brýnasta nauðsyn að efla landhelgisgæsluna sem mest.