24.01.1977
Sameinað þing: 39. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 1607 í B-deild Alþingistíðinda. (1290)

Umræður utan dagskrár

Forseti (Gils Guðmundsson):

Þessar umr. utan dagskrár hafa nú snúist allmjög upp í það að vera almennar stjórnmálaumr., og ég geri fastlega ráð fyrir því, að ekki verði talið vinsælt og ekki réttlátt að skera þær mjög snögglega niður. Hins vegar munu hafa verið boðaðir þingflokksfundir kl. hálffimm. En ég tel nú eftir atvikum eðlilegt að þessum umr. verði haldið eitthvað áfram, nema þá alveg sérstakar óskir komi fram um að þeim verði frestað til þess að þingflokkafundir geti orðið haldnir. En það eru þegar tveir á mælendaskrá og þessum umr. verður þá haldið áfram, en væntanlega sjá hv. alþm. sér fært að takmarka nokkuð mál sitt.