154. löggjafarþing — 10. fundur,  28. sept. 2023.

Mannréttindastofnun Íslands.

239. mál
[11:37]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. forsætisráðherra framsöguna. Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra út í að það er tilgreint í mati á áhrifum í greinargerð frumvarpsins að heildarkostnaður við rekstur Mannréttindastofnunar Íslands verði 223,9 milljónir á ári og að gert sé ráð fyrir að hægt verði að millifæra fjárheimildir á milli málefnasviða að fjárhæð 180 milljónir og vísað er í kafla 2.2. En það eru ekki nema 39 milljónir sem koma úr samningnum við Mannréttindaskrifstofu Íslands og 141 milljón þar eftir árlega miðað við þessar áætlanir. Úr hvaða hornum verður sópað í því samhengi?